Ef rafmagnssnúran á skolsalerninu gæti hafa
skemmst þarf að hafa tafarlaust samband við
framleiðanda. Það þarf að láta framleiðandann
eða notendaþjónustu hans skipta um snúruna til
að koma í veg fyrir hættur.
•
Opnið ekki húsið heldur látið fagmenn sjá um
viðgerðir. Leitið til fagverkstæðis.
•
Framkvæmið ekki sjálf neins konar viðgerðir
né gerið breytingar á tækinu. Annars er hætta
á raflosti, ofhitnun, langvarandi skemmdum á
vörunni, bruna eða skammhlaupi.
• Takið aldrei á rafmagnssnúrunni og öryggis
búnaðinum með blautar hendur.
• Setjið enga hluti inn í opin á tækjunum!
• Takið ekki rafmagnsklóna úr sambandi við
innstunguna með því að toga í rafmagnssnúruna.
• Notið aldrei rafmagnssnúruna sem
burðarhandfang.
• Látið skolsalernið, rafmagnsklóna og
rafmagnssnúruna vera í grennd við heita fleti.
• Brjótið ekki upp á rafmagnssnúruna og leggið
hana ekki yfir skarpar brúnir.
• Slangan á vatnsinntakinu má ekki snerta
innstunguna eða rafmagnssnúruna vegna þess að
ef þéttivatn myndast getur það valdið eldsvoða,
raflosti ofhitnun eða skammhlaupi.
• Of margar klær tengdar við sömu innstunguna
(t.d. með fjöltengi) geta valdið íkveikju vegna
ofhitnunar.
• Til að koma í veg fyrir hættu vegna þess að það
slokknar á hitarofanum má ekki nota tækið
í sambandi við rofabúnað, t.d. tímastilli eða
útvarpsinnstungu eða tengja það við rofa sem
spennugjafinn kveikir og slekkur reglulega á.
• Enda þótt varan sé vönduð geta skarpar brúnir
orðið til á henni. Vinsamlegast sýnið aðgætni.
• Framleiðsla á baðvörum úr keramík er að
stórum hluta til handverk þrátt fyrir sjálfvirkan
framleiðslubúnað. Lokið er við mörg smáatriði
handvirkt. Við framleiðslu á baðvörum úr keramík
eru grunnformin brennd við mjög háan hita
og við það missa þau um 10 % af upprunalegri
stærð. Vegna þessara framleiðsluaðferða er
óhjákvæmilegt að myndist ósamræmi.
• Kynnið ykkur hentug efni fyrir uppsetininguna
áður en hún hefst. Hentug efni fyrir uppsetningu
á venjulegri grind fylgja með.
• Hafið í huga að pakkningar eru slithlutir sem
skipta þarf um við og við.
Leiðbeiningar um notkun
• Látið ekki vera í beinu sólarljósi. Annars er hætta
á upplitun.
• Setjist ekki á lok salernisins. Látið salernið ekki
verða fyrir of miklu álagi eða höggum ofan á
setulokið og leggið ekki þunga hluti þar ofan á
né farið upp á það eða standið á því. Annars geta
orðið skemmdir á vörunni.
• Útvarpstæki o.fl. í grennd við skolsalernið geta
haft áhrif á móttöku fjarstýringarinnar.
• Beygið ekki arminn á stútnum né snúið honum.
• Forðist að vera með logandi sígarettur og opinn
eld í grennd við vöruna. Notið ekki rafmagnsofn í
grennd við vöruna. Hætta á að eldsvoða.
• Ef barnaseta eða mjúkt hjálpaseta er notuð þarf
að taka hana af eftir notkun til að hægt sé að nota
allar aðgerðir vörunnar
• Notið ekki klæðningu á salernisselokinu eða
setunni.
• LÍFSHÆTTA OG SLYSAHÆTTA FYRIR
SMÁBÖRN OG LÍTIL BÖRN! Látið börn ekki leika
sér að umbúðunum eftirlitslaust. Hætta á köfnun.
Varan og umbúðir hennar eru ekki leikföng!
• VARÚÐ! SLYSAHÆTTA! Gætið þess að allir hlutir
séu óskemmdir og settir á með réttum hætti.
Slysahætta getur stafað af rangri samsetningu.
Skemmdir hlutir geta haft áhrif á öryggi og virkni
tækisins!
• VIÐVÖRUN! Hætta fyrir börn og aðila sem
eru með takmarkaða líkamlega, skynræna eða
hugræna getu eða vantar reynslu og þekkingu!
• Börn undir 14 ára aldri svo og aðilar með
takmarkaða líkamlega, skynræna eða hugræna
getu eða skort á reynslu og þekkingu eiga ekki
að nota þetta skolsalerni. Ekki skal láta börn þrífa
tækið eða sinna viðhaldi á því án eftirlits.
38