Icon
bakkerfi / JUNIOR-bakstuðningur Handbók um uppsetningu
™
IS
3. Fjarlægðu bakpúðann af áfesta flipanum innan í áklæðinu.
Athugið: Uppsetning er gerð í öfugri röð við fjarlægingu.
AÐRAR STILLINGAR Á FESTINGUM
Búnaðurinn styður aðrar stillingar sem sýndar eru hér fyrir neðan
Icon-bakkerfi
EINFALT
AUKIN DÝPT
JUNIOR-bakstuðningur
SPARA PLÁSS
STÆKKUN
BILANALEIT
Ef þörf er á frekari aðstoð skaltu hafa samband við þjónustuver VARILITE.
VARILITE-bakkerfið á að virka hnökralaust. Bakstuðningurinn á að fjarlægjast og færast inn án þess að festast. Ef
bakstuðningurinn festist eða það finnst fyrir fyrirstöðu þegar hann er fjarlægður og settur í er hægt að ráða bót á því
með einföldum og fljótlegum lagfæringum.
Losaðu einungis skrúfu stoðarfestingarinnar um þrjá fjórðu (3/4) úr snúningi þegar dýpt eða halla er breytt.
Ef skrúfa er losuð um meira en þrjá fjórðu (3/4) úr snúningi aftengist hún frá rónni innan í slíðrinu.
1. Athugaðu hæð baksins. Tryggðu að stoðarfestingarnar séu settar upp í sömu hæð og séu samsíða.
2. Leyfðu renndu festingunni að fara í miðju. Losaðu skrúfur renndu festinganna vinstra megin og hægra megin þar til renndu
festingarnar sitji laust og fari í miðju slíðranna. Hertu skrúfur renndu festinganna.
3. Athugaðu dýptarstillinguna. Tryggðu að dýptarstillingin sé sú sama fyrir vinstra og hægra slíðrið. Losaðu efri og neðri
stilliskrúfur stoðafestinganna með því að snúa þeim í þrjá fjórðu (3/4) úr snúningi. Hertu efri og neðri stilliskrúfurnar á meðan
þú heldur bakkerfinu í viðeigandi dýpt.
4. Athugaðu hallastillinguna. Tryggðu að hallastillingin sé sú sama fyrir vinstra og hægra slíðrið. Losaðu efri stilliskrúfur
stoðafestinganna með því að snúa þeim í þrjá fjórðu (3/4) úr snúningi. Hertu efri stillinguna á meðan þú heldur
bakstuðningnum í viðeigandi halla.
ÞRIF OG SÓTTHREINSUN
Viðvörun: Ekki hreinsa bakstuðninginn með vörum sem innihalda fjórgreint ammóníum-, klór- eða
vetnisperoxíðssamband. Slíkar vörur geta skemmt bakstuðninginn.
Sótthreinsisefni skila ekki góðum árangri á gropnu yfirborði á borð við frauð eða við. Ef nauðsyn krefur má hreinsa það
með rökum klút. Ekki er auðvelt að sótthreinsa það og mismunandi einstaklingar mega EKKI nota það.
VARILITE mælir með því að nota 70% lausn af ísóprópýlalkóhóli sem sótthreinsiefni.
Þegar skelin er þrifin og sótthreinsuð skal forðast að vökvi berist undir brúnina.
Ferli við þrif og sótthreinsun áklæðis:
Sjá tákn um þvott í þessu skjali og á merkimiða vörunnar.
Ferli við þrif og sótthreinsun púða:
1. Handþvoðu púðann undir heitu kranavatni (40 °C) þar til öll sýnileg óhreinindi hafa verið fjarlægð. Notaðu mildan
uppþvottalög ef þess þarf. Endurtaktu ef þörf krefur.
2. Skolaðu púðann vandlega og allar leifar af sápunni.
3. Láttu púðann þorna í að minnsta kosti 30 mínútur.
4. Úðaðu allan púðann með 70% ísóprópýlalkóhóli og gættu þess að allt yfirborðið sé úðað.
5. Láttu sessuna bíða í 10 mínútur með 70% ísóprópýlalkóhólinu.
6. Endurtaktu skref fjögur og fimm einu sinni í viðbót.
Gættu þess að púðinn hafi þornað að fullu áður en þú tekur hann aftur í notkun.
Ferli við þrif og sótthreinsun skeljar:
1. Handþvoðu skelina undir heitu kranavatni (40 °C) þar til öll sýnileg óhreinindi hafa verið fjarlægð. Notaðu mildan
uppþvottalög ef þess þarf. Endurtaktu ef þörf krefur.
2. Sótthreinsað er með því að úða með 70% ísóprópýlalkóhóli og tryggja að allt yfirborð sé bleytt. Látið skelina vera vota í
10 mínútur.
Gættu þess að skelin hafi þornað að fullu áður en þú tekur hana aftur í notkun.
:
STÆKKUN
AUKIN STÆKKUN
HALLI
STILLTUR
BREIDD
STILLT
Leiðbeiningar um
þrif og sótthreinsun
áklæðis
Leiðbeiningar um
þrif á púða og skel
Leiðbeiningar um
þrif og sótthreinsun
á skel
©2021 Cascade Designs, Inc. #34-287