Notkunarleiðbeiningar / IS
Notkun og meðferð heyrnarhlífanna
Allar heyrnarhlífar, sem þessar leiðbeiningar ná yfir, eru
með höfuðband úr plasti, fjaðrir eða hálsband úr ryðfríu
stáli og púða með frauðplasti.
Notkun
Fylgja á leiðbeiningunum hér að neðan til að hlífarnar
verði sem þægilegastar og vörnin sem mest.
- Eyrnaskjólin, og þá sérstaklega púðarnir, slitna við
notkun og því verður til dæmis að skoða oft hvort þeir
séu sprungnir eða leki. Þegar skipt er um púðahlíf er
sjálflímandi hlífin tekin af. Takið filmuna af hlífinni sem á
að setja á í staðinn, komið henni rétt fyrir og þrýstið á.
(Þrifnaðarsett vörunr. HK1/HK2). Skipta á um púðahlíf
a.m.k. tvisvar á ári.
- Púðahlífin getur haft áhrif á hávaðavörn
eyrnaskjólanna.
- Ýmiss kemísk efni geta haft áhrif á þessa vöru.
Framleiðandinn veitir nánari upplýsingar.
Ásetning og stilling
Allt sem kemur í veg fyrir að eyrnaskjólin falli þétt að
höfðinu, svo sem þykkar gleraugnaspangir, lambhúshet-
ta o.s.frv., dregur úr vörninni. Takið allt hár undan púðu-
num og setjið eyrnaskjólin yfir eyrun þannig að þau sitji
þægilega og þétt. Gangið úr skugga um að eyrnaskjólin
nái yfir öll eyrun og að þrýstingurinn sé jafn.
Höfuðband
Dragið bandið eins langt út og hægt er og setjið
heyrnarhlífarnar á. Stillið svo þannig að hlífarnar sitji
létt á höfðinu.
Hálsband
Dragið bandið eins langt út og hægt er og setjið
heyrnarhlífarnar á. Stillið svo þannig að hlífarnar sitji
létt á höfðinu.
Ásetning á hjálm
Setjið hlífarnar í stærstu stöðu og setjið eyrnaskjólin
yfir eyrun. Stillið svo eyrnaskjólin þannig að hjálmurinn
hvíli létt á höfðinu.
Meðferð
Hreinsið með mildu hreinsiefni (sápu). Ganga verður úr
skugga um að hreinsiefnið erti ekki húðina. Heyrnarhlí-
farnar á að geyma á þurrum og hreinum stað, t.d. í
upprunalegu umbúðunum.
Viðvörun
Vörnin getur veikst mjög ef leiðbeiningunum er ekki
fylgt. Alltaf á að nota heyrnarhlífar í hávaða!
Tæknilegar upplýsingar
Prófað: EN 352