Chamberlain LiftMaster 860EV Mode D'emploi page 12

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 3
Þriggja rása fjölnota móttakari GERÐ 860EV
NOTKUN
Þriggja rása þráðlausi móttakarinn getur stjórnað allt að þremur mismunandi drifum eða aðgerðum. Rafliðarnir eru spennulausir. Einnig má
tengja þráðlausa móttakarann við stýrieiningar sem þurfa að notast við mismunandi aðgerðirnar þrjár OPNA, LOKA OG STÖÐVA.
• Rás CH1: hám. 50 fjarstýringar og 2 þráðlausir talnalásar
• Rás CH2: hám. 20 fjarstýringar og 2 þráðlausir talnalásar
• Rás CH3: hám. 20 fjarstýringar og 2 þráðlausir talnalásar
Ef farið er yfir hámarksfjöldann blikka allar ljósdíóðurnar (3x fyrir fjarstýringu og 4x fyrir þráðlausan talnalás) og fyrstu fjarstýringunni sem
sett var inn verður eytt.
Aðeins er hægt að stilla hvern hnapp á fjarstýringu fyrir eina rás á móttakaranum.
Dæmi: Ef CH1 er stillt inn fyrst og svo CH3 virkar eingöngu CH3. CH1 var þá eytt út.
Samhæfur aukabúnaður
Fjarstýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .TX2EV, TX4EV, TX4UNI og aðrar
Þráðlaus talnalás . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .747EV
Ytri spennir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .23015UNI
UPPSETNING
Þráðlausi móttakarinn er með loftnet með F-tengi (Satellite). Setja má loftnetið upp á öðrum stað með samása kapli og F-tengi (hám.
20–50 m).
1. Finnið stað þar sem er nóg pláss fyrir kapalinn og loftnetið. Gæta verður þess að beygja loftnetið ekki til. Ekki má setja upp marga
móttakara af mismunandi gerð og frá mismunandi framleiðendum hlið við hlið, því annars geta þeir valdið truflunum hver hjá öðrum.
2. Hægt er að festa móttakarann annaðhvort með bandinu sem fylgir með eða með því að skrúfa hann fastan.
3. Tengt er við rafmagn með innstungunni á móttakaranum eða með klemmunni (sjá tæknilýsingu). Straumgjöf getur komið frá tæki (drifi)
eða spennubreyti.
TENGING / LEIÐSLUR
Dæmi um tengingu í þessum leiðbeiningum. Farið eftir leiðbeiningunum með drifinu eða öðrum tækjum. Tengingin fer yfirleitt fram með
klemmum sem eru notaðar fyrir lykilrofa, veggrofa eða hnappa.
STILLINGAR
1. Styðjið snöggt á gula hnappinn á móttakaranum fyrir rásina sem óskað er eftir. Ljósdíóðan logar í allt að 30 sekúndur.
2. Styðjið á hnappinn á fjarstýringunni sem notast á við eða setjið inn númer í þráðlausa talnalásinn og styðjið á Enter.
3. Ef stillingin tókst slokknar á ljósdíóðunni á móttakaranum.
EYTT
Styðjið á gula hnappinn á móttakaranum fyrir rásina sem á að eyða og haldið honum inni. Ljósdíóðan fyrir þessa rás kviknar fyrst en
slokknar svo eftir u.þ.b. 10 sekúndur til staðfestingar.
TÆKNILÝSING
IP-hlífðarflokkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .IP45, hentugur fyrir útii
Aðgerðartími . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .250 ms
Snertur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .hám. 5 A, 28 V AC/DC
Spenna / afl . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .9–30 V AC eða 9–34 V DC, 50 mA
Tíðni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .433 MHz & 868 MHz
Varan er í samræmi við helstu kröfur og önnur viðeigandi ákvæði í tilskipun 1999/5/EC.
Hægt er að óska eftir CE-samræmisyfirlýsingu fyrir gerðina 860EV með því að senda tölvupóst á netfangið info@liftmaster.eu.
is

Publicité

Table des Matières
loading

Table des Matières