Anleitung_WIG_Schweissbrenner_Set_SPK7:_
Þegar að wolfram-nálin er þrædd verður að láta hana
standa um það bil 5mm út úr keramikstútnum.
Gangið úr skugga um að spennihulsan (9) sem notuð
er sé af þeirri þykkt sem passar við þykkt
elektróðunnar. Þvermál keramikstúts (3) á að velja
eftir suðustraum, verkstykki, þykkt elektróðu og
gasflæði. Því smærri gildin eru, þessu minni ætti
þvermál keramikstútsins (3) að vera. Ef soðið er í
þykkt efni og notaður er hár suðustraumur ætti einnig
að nota þykkari wolfram-elektróður (10). Þessi
slöngupakki er gerður til notkunar fyrir wolfram-
elektróður (10) með þvermálið 1,6 til 2,4mm.
Ef soðið er í staði sem erfitt er að komast að og
wolfram-elektróðan er stutt (10) er einnig hægt að
skrúfa stutta hlífðarstútinn (11) á aftari hlið
haldfangsins (5) í staðin fyrir langa hlífðarstútinn (2).
Varúð!
Við WIG-suðu verður að athuga að leiðslan með
jarðtengingunni (9) er tengd við plús pólinn (5) og
WIG-útbúnaðurinn er tengdur við mínus pólinn
(6).
Tengið flýtitengið (6) við mínus pólinn á suðutækinu
og tengið gastenginguna (7) við þar til gerða tengingu
á suðutækinu sem nota á (mynd 5).
Ef að tækið er útbúið tengingu fyrir hlífðargas er
einnig hægt að tengja gastengið (7) beint yfir
þrýstiminnkara við gasflöskuna.
7. Notkun
Farið eftir þeim leiðbeiningum sem lýst er í
notandaleiðbeiningunum um suðutækið sem nota á!
Finnið út fullkomna stillingu með því að framkvæma
suðu í prufustykki.
Stillið gasflæðið (sem fer eftir suðustraum, þykkt
elektróðu og þykkt efnis sem soði er í) þannig að
halda sé hægt jöfnum ljósaboga (um það bil 5-15
l/mín). Til þess verður að byrja á að stilla
þrýstiminnkarann á gasflöskunni gróflega og fínstilla
svo flæðið með lokanum fyrir gasflæði (4).
Þegar búið er að tengja suðutækið að fullu og búið að
gera allar stillingar er farið að eins og hér er lýst:
Til að kveikja er keramikstútnum haldið hallandi að því
efni sem sjóða á í og wolfram-nálin látin renna jafnt og
þétt að efninu þar til að ljósbogi myndast. Við suðu
verður ávallt að halda jöfnu millibili (um það bil 1-
1,5mm) að efninu sem soðið er í. Leggið
suðubrennarann og jarðtengingarklemmuna
12.11.2008
14:20 Uhr
einangraða frá ykkur þegar að vinnu er hætt.
8. Hreinsun, viðhald og pöntun á
varahlutum
Áður en tækið er hreinsað skal taka það úr sambandi.
8.1 Hreinsun
Haldið öryggisbúnaði, loftopum og mótorhlífinni
eins rykfríum og lausum við óhreinindi og kostur
er. Þurrkið af tækinu með hreinum klút eða blásið
af því með þrýstilofti við lágan þrýsting.
Mælt er með því að tækið sé hreinsað eftir hverja
notkun.
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og dálítilli
sápu. Notið ekki hreinsi- eða leysiefni þar sem þau
geta skemmt plasthluta tækisins. Gætið þess að
vatn berist ekki inn í tækið.
8.2 Viðhald
Í tækinu eru ekki fleiri hlutir sem þarfnast viðhalds.
8.3 Pöntun varahluta
Þegar varahlutir eru pantaðir þarf eftirfarandi að
koma fram:
Tegund tækis
Vörunúmer tækis
Auðkennisnúmer tækis
Númer varahlutarins sem á að panta
Nýjustu upplýsingar um verð og fleira er að finna á
www.isc-gmbh.info
9. Förgun og endurnýting
Tækið er í umbúðum til að koma í veg fyrir að það
verði fyrir hnjaski við flutninga. Umbúðirnar eru úr
endurvinnanlegu efni og því má endurnýta þær.
Tækið og fylgihlutir þess eru úr mismunandi efni, t.d.
málmi og plasti. Fara skal með gallaða hluti á
viðeigandi söfnunarstaði. Leitið upplýsinga hjá
söluaðila eða stofnunum á hverjum stað!
Seite 55
IS
55