• Hjálmurinn er hannaður til að deyfa högg sem veldur eyðileggingu eða skemmdum á hjálminum að hluta eða í
heild og jafnvel þótt slíkar skemmdir sjáist ekki í fljótu bragði ætti að endurnýja alla hjálma sem verða fyrir þungu
höggi.
• Einnig er notanda bent sérstaklega á að það getur verið hættulegt að breyta eða fjarlægja einhverja af
upprunalegum íhlutum hjálmsins, nema framleiðandi ráðleggi það sérstaklega. Ekki ætti á neinn hátt að aðlaga
hjálminn til notkunar með festibúnaði, nema framleiðandi ráðleggi það sérstaklega.
• Setjið ekki málningu, leysiefni, límefni eða sjálflímandi merkimiða á hjálminn nema í samræmi við leiðbeiningar
frá framleiðanda.
• Bein snerting við úða, vökva eða önnur efni sem innihalda leysiefni og/eða alkóhól getur skert endingu
hjálmsins og því ætti að forðast notkun þeirra.
• Hjálminn ætti aðeins að nota innan iðnaðarsvæða og hann ætti ekki að nota við aðra iðkun, svo sem við
útreiðar eða hjólreiðar.
• Gætið þess ævinlega að höfuðbeislið sé í góðu ásigkomulagi og rétt stillt fyrir höfuð notandans.
• Hafið samband við öryggisfulltrúa eða 3M ef eitthvað er óljóst og frekari ráðlegginga er þörf.
UNDIRBÚNINGUR FYRIR NOTKUN
Skoðun
Áður en hjálmurinn er notaður skal gæta þess að höfuðspöngin sé alltaf fest við hjálminn á réttum stöðum. Fyrir
hverja notkun ætti að skoða hjálminn til að kanna hvort hann er sprunginn, rispaður eða brotinn og ef slíkt kemur í
ljós ætti að hætta notkun hans og farga honum. Skiptið aðeins út höfuðbeislinu í heild sinni, ef nauðsyn krefur. Gætið
þess að 3M™ UVicator™-skífan (ef hún er notuð) sé ekki orðin alhvít, því það bendir til þess að skelin sé orðin slitin
vegna útfjólublárrar geislunar og að skipta þurfi út hjálminum.
Rétt ásetning
Settu 4 beislishöldurnar inn í raufarnar á hjálminum (sjá mynd 1). Það er afar mikilvægt að ennisböndin séu rétt
strekkt í festingunum. Öryggishjálmarnir 3M™ H700, G3000 og G3501 eru einnig með vottun þegar stillibúnaðinum
er snúið í 180°.
Stillingar hjálmsins (sjá mynd 2)
Stillið hnakkaólina þannig að hún passi rétt á höfuð notandans. Herðið hnakkaólina þannig að hjálmurinn sitji þétt.
Ýtið pinnunum í götin fyrir hefðbundna stillingu. Til að tryggja mestu þægindi er hægt að stilla hæð höfuðbeislisins í 3
mismunandi lóðréttar stillingar (sjá mynd 3).
Í NOTKUN
Ráðlagt er að skipta hjálminum út innan 5 ára eftir framleiðsludag í samræmi við umhverfisaðstæður og
notkunarskilyrði. Helstu þættir hvað varðar endingartíma hjálms sem er „í notkun" eru váhrif frá utanaðkomandi afli,
íðefnum og útfjólublárri geislun. Hjálminum skal skipta strax út ef hann verður fyrir beinum skemmdum eða
skemmdum vegna íðefna. 3M™ UVicator™-skynjarinn, ef hann er til staðar, hjálpar til við að ákvarða hvenær tími er
kominn til að skipta hjálminum út vegna váhrifa frá útfjólubláum geislum.
^ Sólarljós þarf að skína jafnt á 3M™ UVicator™-skynjarann og hjálminn. Ekki má fjarlægja 3M™
UVicator™-skífuna af hjálminum né hylja hana með límmiðum.
Rafeinangraðir hjálmar
Hjálmurinn er merktur með tveimur þríhyrningum sem bendir til þess að hann sé rafeinangraður og vottaður í
samræmi við EN50365:2002, og hentar því til notkunar í lágspennubúnaði upp að nafngildi 1000 VAC. Ekki er hægt
að nota rafeinangraða hjálminn stakan; nauðsynlegt er að nota annan einangrandi hlífðarbúnað í samræmi við þá
áhættu sem vinnan felur í sér. Notandi þarf að athuga að rafmagnsmörk hjálmsins samsvari málspennunni sem gæti
orðið til við notkunaraðstæður. Einangrandi hjálma ætti ekki að nota í aðstæðum þar sem hætta er á því að dregið sé
úr einangrunareiginleikum þeirra. Öldrun, óviðeigandi hreinsun og notkun við aðrar aðstæður en þær sem gefnar eru
upp í þessum notkunarleiðbeiningum kann að draga úr virkni vörunnar. Geymsluskilyrði eru mikilvægur áhrifsþáttur
við að viðhalda rafknúinni virkni og virkni vélbúnaðar í einangrunarhjálmum. Þegar hjálmurinn er ekki í notkun er
ráðlegt að geyma hann í viðeigandi íláti við 20 ± 15°C. Ef hjálmurinn verður skítugur eða mengast, sérstaklega
yfirborð hans, skal þrífa hann samkvæmt leiðbeiningunum hér að neðan.
VARAHLUTIR
Stöðluð fjöðrun (mynd 4)
G2C – Svitaband úr plasti (HYG3)
G2D – Svitaband úr leðri (HYG4)
Höfuðband með stilliskrúfu (mynd 5)
G2M – Svitaband úr plasti (HYG3)
G2N – Svitaband úr leðri (HYG4)
38