3M Peltor Lite-Com Pro II Mode D'emploi page 84

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 11
403 - 470 MHz
Notandinn ber ábyrgð á að afla sér nauðsynlegra leyfa til að nota fjarskiptabúnaðinn í
3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækinu!
I M1 Ex ia I Ma
II 1G Ex ia IIC T4 -20°C ≤ Ta ≤ +50°C Ga
II 1D Ex ia IIIC T130°C Da
Notandinn ber ábyrgð á að ganga úr skugga um að 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækið sé notað í
samræmi við gildandi reglur í umhverfi þar sem sprengjuhætta er!
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN/STILLINGAR
SÉRSTÖK SKILYRÐI FYRIR ÖRUGGRI NOTKUN:
Sé skipt um íhluti í tækinu, getur það rýrt eigið öryggi þess.
Ekki skal taka í notkun tæki úr gölluðum eða skemmdum umbúðum.
Notaðu eingöngu 3M™ Peltor™ ACK08 rafhlöðu.
Skiptu aðeins um rafhlöður þar sem engin hætta er á ferðum!
Hleddu rafhlöðurnar aðeins með til þess gerðum hleðslukapli, 3M™ Peltor™ AL2AH!
VIÐVÖRUN! Sé ekki farið eftir ráðleggingum í handbókinni, getur það komið illa niður á þeirri vernd sem eyrnahlífarnar eiga að gefa.
ON/OFF/MODE
Kveiktu og slökktu á 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækinu með því að þrýsta og halda niðri ON/OFF/MODE hnappinum í um það bil
tvær sekúndur. Raddskilaboð staðfesta að kveikt hefur verið eða slökkt á tækinu. Hægblikkandi ljóstvistur (LED) í hnappinum sýnir að
kveikt er á 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækinu. Þegar tækið er að senda eða taka á móti, blikkar ljóstvisturinn hraðar.
Þrýstu stutt á ON/OFF/MODE (Θ) ) til þess að fara um valmyndina. Þrýstu rólega á hnappinn, eitt skref í senn, til þess að staðfesta
hvert þrep fyrir sig í raddskilaboðum. Ef þú þrýstir hraðar á hnappinn, færðu aðeins staðfestingu með raddskilaboðum vegna þeirrar
aðgerðar þar sem þú stansar.
Síðustu stillingar vistast þegar slökkt er á tækinu.
FARIÐ ÚT ÚR VALMYND (heyrnartól stillt samkvæmt staðli)
Þegar þrýst er hnappinn í fyrsta sinn (mode/up/down) endurtekur það virkt valmyndarstig án þess að breyta stigi/stillingu valmyndar.
Þegar næst er þrýst á hnappinn, breytist stig/stilling valmyndar. 7 sekúndum eftir að síðast var þrýst á hnappinn, fer valmynd aftur á
síðasta stillta valmyndarstig.
SURROUND (hljóðstyrkur umhverfishljóða)
Hægt er að stilla tækið í samræmi við hljóðstyrk hverju sinni. Þegar 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækið er notað sem „virk
heyrnarhlíf", er hægt að stilla mögnun umhverfishljóða með því að þrýsta á UP (+) og DOWN (–) hnappana. Breytingin er staðfest með
raddskilaboðum. Að jafnaði má velja um 5 styrkstig og að slökkva. Á 5. stigi er hámarkshljóð lækkað niður í um það bil 82 dB, sem gerir
ráð fyrir átta klukkutíma hámarksálagi til þess að vernda heyrn þína.
Einnig er hægt að slökkva á mögnun umhverfishljóða með því að stilla á lægsta hljóðstyrk en það er gert með því að nota DOWN (–)
hnappinn og þrýsta honum niður í um það bil tvær sekúndur. Raddskilaboðin „surround off" (umhverfishljóð af) staðfesta að slökkt
hefur verið á tækinu.
Viðmiðunarstig eru ytri hávaðamörk þar sem A-veginn hljóðþrýstingur jafngildir 85 dB(A) inni í eyrnaskálunum. Viðmiðunarstigin eru
fáanleg fyrir H, háa tíðni, M, miðlungstíðni og L, lága tíðni í (mynd M).
VIÐVÖRUN!
Heyrnarhlífin er útbúin hljóðstigsstýrðri deyfingu. Þú ættir að kynna þér rétta notkun tækisins áður en það er tekið í notkun.
Uppgötvir þú hljóðbrenglun eða galla skaltu kynna þér upplýsingar um viðhald og rafhlöðuskipti.
Þessi stilling þýðir að heyrnarhlífin deyfir umhverfishljóðin svo mikið að þau gætu farið framhjá notandanum! Virknin er vakin
á ný með því að þrýsta á UP (+) og þá virkar 3M™ Peltor™ Lite-Com Pro II tækið á ný sem „virk heyrnarhlíf" sem takmarkar
hávaðastigið.
Afköst tækisins geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla minnkar. Gera má ráð fyrir að dæmigert sé samfleytt hægt að nota
tækið í 10-14 klukkustundir.
Úttak frá hljóðstigsstýringu heyrnarhlífanna getur farið yfir daglegt hámark hljóðstyrks.
82

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

Mt7h7f4010-eu-50Mt7h7b4010-eu-50Mt7h7p3e4010-eu-50

Table des Matières