Anleitung_SHZ_1000_SPK7:_
IS
Varúð!
Við notkun á tækjum eru ýmis öryggisatriði sem fara
verður eftir til þess að koma í veg fyrir slys og skaða.
Lesið því notandaleiðbeiningarnar vandlega. Geymið
allar leiðbeiningar vel þannig að ávallt sé hægt að
grípa til þeirra ef þörf er á. Látið
notandaleiðbeiningarnar ávallt fylgja með tækinu ef
það er afhent öðrum. Við tökum enga ábyrgð á
slysum eða skaða sem hlotist getur af notkun sem
ekki er nefnd í þessum notandaleiðbeiningum eða
öryggisleiðbeiningar.
1. Öryggisleiðbeiningar
VARÚÐ
Lesið allar öryggisleiðbeiningar og aðrar
leiðbeiningar sem fylgja þessu tæki. Ef ekki er
farið eftir öryggisleiðbeiningunum og öðrum
leiðbeiningum getur myndast hætta á raflosti, bruna
og/eða alvarlegum slysum.
Geymið öryggisleiðbeiningarnar og
notandaleiðbeiningarnar vel til notkunar í
framtíðinni.
1. Gangið úr skugga um að rafspennan sem tengd
er við tækið samsvari þeirri spennu sem gefin er
upp á tækisskiltinu.Ef að spennan sem notuð er,
er ekki rétt getur það leitt til þess að tækið vinni
óeðlilega og getur það einnig valdið slysum á
fólki.
2. Rafrásin sem tengd er við tækið verður að vera
útbúin útsláttaröryggi og jarðtengingu.
3. Það er bannað að lyfta meiri þunga en uppgefinn
hámarksþunga tækisins.
4. Notið tækið einungis í þau verk sem það er
framleitt fyrir. Lyftið aldrei fólki með
rafmagnstalíunni.
5. Togið alls ekki í rafmagnsleiðsluna til þess að
taka tækið úr sambandi við straum. Haldið
rafmagnsleiðslunni fjarri hita, olíu og hvössum
brúnum.
6. Reynið aldrei að lyfta upp hlutum sem eru fastir
eða spenntir.
7. Takið rafmagnstalíuna úr sambandi við straum á
meðan að hún er ekki í notkun.
8. Haldið börnum og öðru utanaðkomandi fólki fjarri
þessu tæki.
9. Það er stranglega bannað að lyfta hlutum upp til
hliðar eða að lyfta hluti upp á einni hliðinni. Forðist
að hlassið sveiflist til.
10. Gangið úr skugga um að krókurinn hreyfist í sömu
átt og sýnt er á fjarstýringunni.
11. Yfirfarið rafmagnstalíuna reglulega og athugið
hvort að hún hafi skemmst. Fjarstýringin verður
62
04.04.2011
8:20 Uhr
Seite 62
einnig að vera í góðu ásigkomulagi.
12. Látið einungis viðurkenndan fagaðila sjá um að
gera við þetta tæki og hirða um það. Viðgerðir
mega eingöngu vera framkvæmdar af fagaðila,
annars myndast slysahætta fyrir notanda
tækisins.
13. Forðist að slökkva og kveikja snöggt á þessu tæki
(að tippa á höfuðrofann) til skiptis.
14. Verið ávallt vökul við notkun á þessari
rafmagnstalíu.
15. Standið ekki né vinnið undir hlassi sem lyft hefur
verið upp.
2. Tækislýsing (myndir 1-2)
1. Festibogi
2. Festigat fyrir krók
3. Kefli
4. Rofi fyrir hámarks útdrátt á vír
5. Rofi fyrir sjálfvirkan stöðvara
6. Stálvír
7. Útsláttarlóð
8. Krókur
9. Neyðarstopprofi
10. Þrýstirofi
11. Fjarstýring
12. Rafmagnsleiðsla
13. Stýrileiðsla
14. Mótor
15. Umvinda
16. Aukakrókur
17. Hlassslaufa
3. Innihald
Opnið umbúðirnar og takið tækið verlega úr
umbúðum þess.
Fjarlægið umbúðirnar og festingar umbúða /
tækis (ef slíkt er til staðar).
Athugið hvort að allir hlutir hafi skilað sér með
tækinu.
Yfirfarið tækið og gangið úr skugga um að ekki
séu flutningsskemmdi að finna.
Geymið umbúðirnar ef hægt er þar til að
ábyrgðartímabil hefur runnið út.
VARÚÐ
Tækið og umbúðir þess eru ekki barnaleikföng!
Börn mega alls ekki nota plastpoka, filmur og
smáhluti sem leikföng! Hætta er á að hlutir geti
fests í hálsi og einnig hætta á köfnun!