Anleitung_HLS_230_SPK7:_
5.2 Ásetning safnpoka (myndir 3e-3f)
Hengið lykkjuna í þar til gerðan krók á sogrörinu
(mynd 3e). Þvínæst er safnpokanum stungið (mynd 3f
/ staða 7) á stútinn á mótorhúsinu. Athugið að það
smelli saman þannig að það heyrist.
5.3 Ásetning burðarbeislis (mynd 3g)
Burðarbeislið (mynd 2 / staða 4) er ásett eins og sýnt
er á mynd 3g í gegnum málmkrókinn og smellt saman
við plastklemmuna.
Takið tækið einungis til notkunar eftir að búið er að
setja það að fullu saman. Fyrir hverja notkun verður
að yfirfara rafmagnsleiðsluna. Athuga verður hvort að
hún sé skemmd og einungis má nota tækið ef að svo
er ekki.
6. Notkun
6.1. Lengd burðarbeislis stillt (mynd 1)
Stillið lengd burðarbeislis (4) þannig að auðveldlega
sé hægt að halda á tækinu með sogrörið rétt ofanvið
jörðina. Auk þess eru hjól (9) undir sogrörinu sem
auðvelda vinnu.
6.2. Aukahaldfang stillt (mynd 4)
Losið um handskrúfuna (mynd 4 / staða A), snúið
aukahaldfanginu í þá stöðu sem óskað er og herðið
aftur handskrúfuna (mynd 4 / staða A).
6.3 Tækið tengt við straum og það gangsett
(myndir 5,6)
Tækið má tengja við allar innstungur með að
minnstakosti 10A öryggi (með 230 V spennu).
Rafrásina ætti að tryggja með lekarofa (FI).
Útsláttarstraumurinn má ekki vera hætti en 30mA.
Stingið innstungunni í kúplinguna á tækishúsinu
(framlenging).
Tryggið rafmagnsleiðsluna með álagsminnkara
eins og sýnt er á myndunum.
Til að gangsetja tækið verður að renna
höfuðrofanum (mynd 6 / staða 5) í áttina að "I".
Til að slökkva á tækinu er höfuðrofanum (mynd 6
/ staða 5) í áttina að "O".
6.4 Notkunarstilling valin
6.4.1 Sogað (mynd 7)
Snúið rofanum (mynd 7 / staða 8) í stellingu B. Þetta
er hægt að gera hvort sem að tækið er í gangi eða
ekki.
18.03.2009
15:26 Uhr
Seite 83
6.4.2 Blásið (mynd 7)
Snúið rofanum (mynd 7 / staða 8) í stellinguna C.
Þetta er hægt að gera hvort sem að tækið er í
gangi eða ekki.
Beinið loftstrauminum frammávið og hreyfið ykkur
varlega til þess að blása laufi eða garðúrgangi í
burtu eða frá stöðum sem erfitt er að komast að.
Varúð!
Losið safnpokann áður en að blástur ef hafinn.
Annars er hætta á að laufi eða því sem er í
pokanum sé blásið úr honum.
6.5 Safnpoki tæmdur (mynd 1)
Losið safnpokann (7) tímanlega. Ef að safnpokinn er
fullur minnkar soggetan til muna. Hendið garðúrgangi
í lífrænt sorp.
Slökkvið á tækinu og takið það úr sambandi við
straum
Opnið rennilásinn á safnpokanum (7) og hellið
efninu úr honum.
Lokið aftur rennilásnum á safnpokanum (7).
7. Skipt um rafmagnsleiðslu
Ef að rafmagnsleiðsla þessa tækis er skemmd, verður
að vera skipt um hana af framleiðanda, viðurkenndum
þjónustuaðila eða af fagmanni til þess að takmarka
hættu.
8. Hreinsun, viðhald og pöntun á
varahlutum
Áður en tækið er hreinsað skal taka það úr sambandi.
8.1 Hreinsun
Haldið öryggisbúnaði, loftopum og mótorhlífinni
eins rykfríum og lausum við óhreinindi og kostur
er. Þurrkið af tækinu með hreinum klút eða blásið
af því með þrýstilofti við lágan þrýsting.
Mælt er með því að tækið sé hreinsað eftir hverja
notkun.
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og dálítilli
sápu. Notið ekki hreinsi- eða leysiefni þar sem þau
geta skemmt plasthluta tækisins. Gætið þess að
vatn berist ekki inn í tækið.
Eftir lok vinnu á að taka safnpokann af tækinu,
snúa honum á rönguna og þrífa hann vandlega til
þess að koma í veg fyrir myglu og slæms lykt.
Skítugan safnpoka er hægt að þrífa með vatni og
sápu.
Ef að rennilásinn á safnpokanum er stífur er best
að nudda sápu við tennurnar á honum til að liðka
hann til.
IS
83